Gróttasöngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fenja og Menja við kvörnina

Gróttasöngur er ljóð sem tvær herleiddar jötnameyjar Fenja og Menja kváðu þegar þær möluðu með kvörninni Grótta. Brot af ljóðinu hefur varðveist skrifað upp í Sæmundar-Eddu. Fróði Friðleifsson sem réð löndum í Gotlandi (þar sem nú er kölluð Danmörk) keypti jötnameyjarnar af Fjölni konungi í Svíþjóð og lét þær mala gull og frið og sælu Fróða en gaf ambáttunum ekki lengri hvíld eða svefn en gaukurinn þagði eða hljóð mátti kveða. Jötnameyjarnar kváðu þá her að Fróða og var hann drepinn af sækonungnum Mýsingi. Þá lagðist af Fróðafriður. Mýsingur tók kvörnina og jötnameyjarnar herfangi, lét þær mala salt og skip hans sukku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Eddukvæði Sæmundar-Edda, síðari hluti, bls.505-513. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri. 1954.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Grottasöngr“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. mars 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Millstone“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. mars 2006.