Fara í innihald

Grændalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grændalur (einnig þekktur sem Grænsdalur) er dalur sem liggur upp af Hveragerði og er hluti af eldstöð sem kennd er við Hengilinn. Dalurinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls skammt norðvestan dalbotnsins. Grændalur er vel gróinn og þar er mikið votlendi. Um dalinn rennur Grænadalsá en hún rennur síðan ásamt Hengilsdalsá í Varmá.