Varmá (Ölfusi)
Útlit
Varmá í Ölfusi er á sem rennur í gegnum Hveragerði og á upptök sín í Henglinum. Varmá er dragá með nokkrum lindáreinkennum. Varmá fær vatn úr Hengladalsá, Reykjadalsá, Grændalsá og Sauðá. Eftir að Varmá hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur og rennur í Ölfusá (Ölfusárós), um 6 km frá sjó. Varmá ásamt Þorleifslæk er um 25 km löng og er fiskgengd um 15 km frá ósi. Jarðhitavatn rennur í ána og gerir hana steinefnaríka og hækkar vatnshitann. Í ánni eru allir íslenskir ferskvatnsfiskar og er sjóbirtingur mest áberandi.