Fara í innihald

Gráknipplingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gráknypplingur)
Lyophyllum connatum
Lyophyllum connatum
Lyophyllum connatum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Svepparíki (Fungi)
Flokkur: Kólfsveppir (Basidiomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Riddarasveppsætt (Tricholomataceae)
Ættkvísl: Spyrðusveppir (Lyophyllum)
Tegund:
Gráknipplingur (L. connatum)

Tvínefni
Lyophyllum connatum
(Sh. ex Fr.) Sing

Gráknipplingur[1] (fræðiheiti: Lyophyllum connatum), einnig ritað gráknypplingur[2], eða gráspyrða[2] er sveppur sem vex í stórum þéttum klösum í mold og sandi á skurðbökkum, í ýmis konar uppgröftum og við rotnandi trjáboli. Gráknipplingur er algengur um allt land[2] og kemur upp í miklu magni.

Gráknipplingur var lengi vel talinn vera góður ætisveppur en er nú talinn varasamur,[2] meðal annars vegna efna sem hafa áhrif á fósturþroskun.[1] Sveppurinn sýnir antabuseinkenni þegar hans er neytt með áfengi.[1]

Árið 2009 tókst vísindamönnum í fyrsta sinn að rækta gráknippling á æti.[3]

Hatturinn er nokkuð stór, 2-10 sm í þvermál[1], hann er fyrst lítillega hvelfdur en síðar verður hann flatur að ofan.[2] Stafurinn er hvítur eða ljósgrár[2] og hettan er gráhvít.

Fanir gráknipplings eru alstafa eða niðurstafa, fyrst hvítar en seinna gulleitar eða brúleintar og litast með járnsúlfati.[1] Lyktin af sveppnum er sérkennileg og minnir á ost eða súrdeig.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 Flóra Íslands (án árs). Gráspyrða - Lyophyllum connatum. Sótt þann 11. október 2020.
  3. Li, X., Zhang, S., & Li, Y. (2009). Artificial cultivation of Lyophyllum connatum. Acta Edulis Fungi, 16(4), 27-30.
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.