Fara í innihald

Goði: Kór - Kvartett - Tríó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Goði: Kór - Kvartett - Tríó
Bakhlið
T 09
FlytjandiKarlakórinn Goði
Gefin út1974
StefnaKórlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Goði: Kór - Kvartett - Tríó er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1974. Á henni flytur Karlakórinn Goði tólf lög. Upptaka í stereó: Tónaútgáfan. Tæknimaður: Ásmundur Kjartansson. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf Akureyri.

  1. Klukkan hans afa - Lag - Texti: Henry C. Work - Guðmundur Jónsson
  2. Sævar að sölum - Lag - Texti: Spánskt lag - Guðmundur Guðmundsson - Dúett: Viktor A. Guðlaugsson og Bragi Vagnsson
  3. Ach ty step - Lag - Texti: Rússneskt þjóðlag sungið á rússnesku
  4. Bóndi - Lag - Texti: María Brynjólfsdóttir - Sigurður Júlíus Jóhannesson - Einsöngur: Bragi Vagnsson
  5. Blikandi haf - Lag - Texti:Ítalskt lag - Friðjón Þórðarsson þýddi textann - Einsöngur: Viktor A Guðlaugsson
  6. Thamle chalaupka - Lag - Texti: Tékkneskt þjóðlag sungið á tékknesku
  7. Sigurður Lúter - Lag - Texti: Sigurður Sigurjónsson - Kári Tryggvason
  8. Sköpun mannsins - Lag - Texti: Helgi R. Einarsson - Örn Arnar
  9. Flökkumærin - Lag - Texti: Amerískt lag - Viktor A. Guðlaugsson
  10. Syngdu þinn söng - Lag - Texti: Amerískt lag - Viktor A. Guðlaugsson
  11. Næturfriður - Lag - Texti: Welskt lag - Viktor A. Guðlaugsson
  12. We shall overcome - Lag - Texti: Amerískur negrasálmur - Einsöngur: Helgi R Einarsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Goði

Nafnið eitt minnir á liðna tíma heiðni og dýrkun skurðgoða, sem nú heyra sögunni til. Karlakórinn Goði hóf starfsemi sína haustið 1972. Hann er skipaður söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Kórinn hefur frá upphafi átt því láni að fagna að njóta stjórnar tékkneska hljómsveitarstjórans Roberts Betzek, sem um þessar mundir starfar hjá Tónlistarskóla Húsavíkur. Robert Betzek er fæddur í Prag 1931 og lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá tónlistarháskólanum þar árið 1954. Hann hefur síðan starfað að kór- og hljómsveitarstjórn í heimalandi sínu og víðar. Auk stjórnunar kórsins hefur hann útsett öll lögin á plötunni og leikur sjálfur með í nokkrum þeirra á fiðlu, xýlófón og melódíku.

Kvartett sá og tríó er fram koma undir sama nafni, er skipaður félögum úr Stórutjarnarskóla. Kvartettinn skipa: 1. tenór: Viktor A. Guðlaugsson, 2. tenór: Bragi Vagnsson, 1. bassi: Daníel B. Björnsson, 2. bassi: Helgi R. Einarsson.

Tríóið skipa: Viktor, Bragi og Helgi. Hljóðfæraleikarar með Goða eru auk stjórnandans: Sigurður Árnason, sem leikur á flautu, og Helgi R. Einarsson á gítar.

 
NN