Heiðhvolf
Útlit
(Endurbeint frá Heiðhvolfið)
Heiðhvolfið er hvolf lofthjúps jarðar, sem tekur við af veðrahvolfi og nær upp að miðhvolfi. Staðsetning þess er á milli um 10 og 50 km hæð yfir yfirborði jarðar, en yfir heimskautum eru neðri mörkin kringum 8 km. Í heiðhvolfinu finnst ósonlag jarðar, sem veldur því að hiti hættir að falla með hæð og eykst þess í stað þegar ofar dregur.