101 dalmatíuhundur
Útlit
101 dalmatíuhundur (enska: 101 Dalmatians) er bandarísk Disney-kvikmynd frá árinu 1996 með Glenn Close í aðalhlutverki. Myndin er endurgerð á Disney-teiknimyndinni Hundalíf frá 1961 sem byggði á skáldsögu Hundrað og einn dalmatíuhundur eftir enska rithöfundinn Dodie Smith frá 1956. Framhaldsmyndin 102 dalmatíuhundar var gefin út árið 2000.