Khalil Gibran
Útlit
(Endurbeint frá Gibran)
Gibran Khalil Gibran (6. janúar 1883 – 10. apríl 1931) (arabíska: جبران خليل جبران ) var líbanskt skáld, heimspekingur og myndlistarmaður.
Hann fæddist í grennd við Líbanonsfjall en fluttist til New York á ungum aldri. Hann var mjög trúaður alla tíð, en hann fæddist inn í kristinn söfnuð maroníta og mótaði trú hans á Jesú Krist allan skáldskap hans.
Í Bsharri, sem er í 1450 m hæð á brún Kadisha dals eða gljúfurs, er nú minningarsafn um Khalil Gibran.
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- The Madman
- The Forerunner
- Sand and Foam
- The Earth Gods
- The Wanderer
- The Garden of the Prophet
- Prose Poems
- Nymphs of the Valley
- A Tear and a Smile
- The Broken Wings
- The Voice of the Master
- The Prophet - Þýdd af Gunnari Dal yfir á íslensku sem Spámaðurinn
- Jesus, the Son of Man - Þýdd af Gunnari Dal yfir á íslensku sem Mannssonurinn
Tilvitnun
[breyta | breyta frumkóða]- „Í fjöru fór ég og ritaði visku mína í sandinn, og gaf því alla mína orku og dyggð. Í flóði sneri ég aftur til þess að bera visku mína augum, en fann þar aðeins fávísi mína.“
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Gunnar Dal, Mannssonurinn, 2. útgáfa 1991, 1986; bls 301-302.