Giardia lamblia
Útlit
Giardia lamblia | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Giardia-fruma
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Giardia lamblia (Kunstler, 1882) |
Giardia lamblia er frumdýr sem veldur sýkingum í þörmum manna og dýra. Lífsferill Giardia lamblia er tvískiptur, hreyfanlegt stig og þolhjúpar. Þolhjúpur er hvíldarfasi frumdýrsins en þegar það berst niður í skeifugörn þá fer það á hreyfanlegt stig, fjölgar sér og veldur einkennum. Þegar það berst neðar í meltingarveginn og aðstæður verða óhagstæðari þá tekur það aftur form þolhjúps. Tími frá sýkingu og þar til einkenna er vart er ein til tvær vikur. Algengast er að smit verði með menguðu vatni. Smit getur einnig orðið með grænmeti sem þvegið hefur verið úr menguðu vatni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Landlæknisembættið: Giardia
- „Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?“. Vísindavefurinn.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Giardia lamblia.
- GiardiaDB: The Giardia lamblia genome sequencing project
- Washington State Department of Health fact sheet on Giardia Geymt 17 febrúar 2012 í Wayback Machine.
- Center for Disease Control fact sheet on Giardia
- Giardia article at MicrobeWiki Geymt 7 júní 2020 í Wayback Machine
- Video of Giardia Life Cycle Geymt 25 september 2007 í Wayback Machine
- Giardia and the Sierra Nevada Geymt 2 október 2007 í Wayback Machine
- http://diarrhea.emedtv.com/giardia-lamblia/giardia-lambia.html Geymt 9 nóvember 2012 í Wayback Machine