Draugabanar
Draugabanar | |
---|---|
Ghostbusters | |
Leikstjóri | Ivan Reitman |
Handritshöfundur | Dan Aykroyd Harold Ramis |
Framleiðandi | Ivan Reitman |
Leikarar | Bill Murray Dan Aykroyd Harold Ramis Sigourney Weaver |
Kvikmyndagerð | László Kovács |
Klipping | David E. Blewitt Sheldon Kahn |
Tónlist | Elmer Bernstein |
Dreifiaðili | Columbia Pictures |
Lengd | 102 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | US$30 miljónum |
Heildartekjur | 295 miljónum dollara |
Draugabanar (enska: Ghostbusters) er bandarísk gamanmynd frá árinu 1984. Myndin fjallar um þrjá dulsálarfræðinga sem stofna fyrirtæki sem fæst við að eyða draugum í New York-borg. Leikstjóri var Ivan Reitman og handritið skrifuðu Dan Aykroyd og Harold Ramis sem léku aðalhlutverk í myndinni ásamt Bill Murray, Ernie Hudson, Sigourney Weaver, Rick Moranis og Annie Potts.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Dularsálfræðingarnir Peter Venkman (Murray), Ray Stantz (Aykroyd) og Egon Spengler (Ramis), sem starfa hjá Colombiu-háskólanum í New York, tekst að finna gögn um hvernig á að fanga drauga með útbúnaði sem hleypir út róteindastraumi. Þegar þeir eru reknir sannfærir Venkman hina að þeir ættu stofna sitt eigið fyrirtæki Draugabanar sem fæst við að fanga drauga. Þrátt fyrir auglýsingar fá þeir nánast enga viðskiptavini nema Dönu Barrett (Sigourney Weaver) sem segir þeim að einhver vera að nafni Zuul sé að hrella hana. Peter verður ásfanginn af henni og ákveður að hjálpa henni. Seinna ræður virt hótel þjónustu Draugabanana við að ná gráðugu vofunni Slimer og eftir það verða Draugabanar frægir og allir borgarbúar heimta þjónustu þeirra. Til að ráða við vinnumagnið ráða þeir nýjan meðlm Winston Zeddemore (Ernie Hudson). Eftir að hafa rannsakað Zuul segir Peter Dönu að Zuul hafi verið þjónn súmerska guðsins Gozer og heimtar að þau fari á stefnumót sem hún samþykkir. Seinna kemur Walter Peck (William Atherton) frá umhverfiseftirlitinu og heimtar að kanna hvort starf Draugabana mengi umhverfið en Peter gerir gis að honum og sendir hann burt. Egon kemst að því að hugmeginsorka borgarinnar er sífellt að aukast sem veldur því að fleiri draugar komi fram og Ray finnur að það er eitthvað undarlegt við uppbyggigu þaksins á íbúð Dönu. Dana er skyndilega andsetin af Zuul sem kallar sig Hliðvörðinn og nágranni hennar Luis Tully (Rick Moranis) er andsettur af öðrum þjóni Gozers, Vinz Clortho - Lyklameistarinn. Peck snýr aftur til Draugabanana með heimild um að slökkva á geymslukerfi þeirra sem sleppur öllum draugunum sem þeir fönguðu og Draugabönunum er stungið í fangelsi. Í fangelsinu útskýra Ray og Egon að arkitektinn sem hannaði byggingu Dönu var meðlimur af sértrúarsöfnuði sem tilbað Gozer fyrir að koma af stað heimsenda. Þeir segja að hann hafi komið fyrir tæki sem gat tekið til sín hugmeginsorku drauga og mun svo kalla Gozer til þessarar víddar. Borgarstjórinn sleppur Draugabönunum og biður þá að stöðva allan urslan sem sloppnu draugarnir eru að valda. Þeir halda til íbúðar Dönu þar sem Zuul og Vinz Clortho hafa kallað fram Gozer. Hann segir Draugabönunum að velja form Eyðileggjandans og Ray velur óvart formið - Sykurpúðakarlinn. Egon segir þeim að þeir geti umbreytt eindarflæði víddarhliðsins með því að láta róteindastraumana skerast sem gæti kostað þá lífið. Það virkar og Sykurpúðakarlinum er eytt og Dana og Luis losna úr andsetningunni og borgarbúar fagna Draugabönum fyrir að hafa bjargað heiminum.