Geysiskvartettinn (plata)
Útlit
Geysiskvartettinn | |
---|---|
T 20 | |
Flytjandi | Geysiskvartettinn |
Gefin út | 1978 |
Stefna | Sönglög |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Geysiskvartettinn er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1978. Á henni flytur Geysiskvartettinn fjórtán sönglög. Upptaka í stereó: Hljóðriti. Pressun: Soundtek Inc. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Kátir söngvasveinar - Lag - Texti: A. F. Riccius - Freysteinn Gunnarsson
- Santa Lúsía - Lag - Texti: Þjóðlag frá Neapel - Guðmundur Guðmundsson
- Anna Lár - Lag - Texti: George R Poutlon - Hermann Stefánsson
- Kveðja - Lag - Texti: W Th Soderberg - Jakob Jóhannesson Smári - Raddsetning: Jakob Trvggvason
- Jón granni - Lag - Texti: Þjóðvísa frá Niðurlöndum - Jakob Jóhannesson Smári þýddi
- Blíða vor - Lag - Texti: Teddy Powell - Jakob Jóhannesson Smári - Raddsetning: Jakob Trvggvason
- Blátt lítið blóm eitt er - Lag - Texti: Fr. Kucken - Textahöfundur ókunnur
- Bjórkjallarinn - Lag - Texti: Ludvig Fischer - Textahöfundur ókunnur
- Nú hylst mér brekkan - Lag - Texti: Henry Tucker - Konráð Vilhjálmsson - Raddsetning: Jakob Trvggvason
- Slúðursaga - Lag - Texti: H. Hansen-Margrét Jónsdóttir þýddi
- Ég man það enn - Lag - Texti: Írskt lag - Freysteinn Gunnarsson
- Sævar að sölum - Lag - Texti: Spánskt lag - Guðmundur Guðmundsson
- Swing Low, Sweet Chariot - Lag - Texti: Negrasálmur
- Ut supra - Lag - Texti: Ad. Winkelhake - Hannes Hafstein
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Það var haustið 1968 að beðið var um fjóra söngmenn úr karlakórnum Geysi til þess að syngja viðlag inn á plötuna Unga kirkjan, sem Æ.S.K. í Hólastifti efndi til. Fyrir valinu urðu: Aðalsteinn Jónsson 1, tenór, Guðmundur Þorsteinsson 2. tenór, Birgir Snæbjörnsson 1. bassi, Sigurður Svanbergsson 2. bassi. Ár liðu og lagið Ég helga þér Kristur heyrðist oft í óskalagaþáttum. Þá var þessi kvartett, sem raunar var ekki til, beðinn að syngja á fjáröflunarsamkomu. Í skyndi var leitað til Jakobs Tryggvasonar organista, og kenndi hann áðurnefndum söngbræðrum nokkur lög, sem sungin voru við góðan orðstýr. Þetta spurðist og brátt tóku beiðnir um söng að berast viðsvegar að. Færðust þeir fimmenningar æ meir í fang, og á siðastliðnu vori var haldin söngskemmtun í Borgarbíói á Akureyri. Aðsókn var svo mikil og undirtektir svo góðar að endurtaka varð samsönginn. Sama hrifning var á hljómleikum í Hafnarfiröi. Á þessari plötu eru nokkur þeirra vinsælu laga sem Geysiskvartettinn hefir sungið við undirleik Jakobs Tryggvasonar. Fylgir plötunni sú ósk aö hún færi hlustendum gleði og ánægju. | ||
— NN
|