Fara í innihald

Lághitasvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lághitasvæði eru skilgreind svæði með jarðhita þar sem hiti er lægri en 150°C á 1-3 km dýpi í jörðu. Lághitasvæði Íslands eru fjölmörg en þau eru misdreifð um landið. Mikill lághiti er á Vestfjörðum, í Borgarfirði og víða um Suðurland og Miðnorðurland. Lítið er um lághita á Austfjörðum og í Skaftafellssýslum. Leit að heitu vatni á lághitasvæðum til húshitunar, garðyrkju, fiskeldis eða annarra nota beinist að því að finna heitt vatn á sem ódýrastan hátt. Lághitavatn keppir við aðra orkugjafa til húshitunar. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðni Axelsson, Einar Gunnlaugsson, Þorgils Jónasson, & Magnús Ólafsson, 2010

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Guðni Axelsson, Einar Gunnlaugsson, Þorgils Jónasson, & Magnús Ólafsson. (12. september 2010). Low-temperature geothermal utilization in Iceland – Decades of experience. Geothermics 39, bls. 329-338.
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.