George Baker Selection
Útlit
George Baker Selection var hollensk hljómsveit stofnuð árið 1967 en hét þá Soul Inventions. Ári seinna skipti hún um nafn. Fyrsta fræga lag hljómsveitarinnar var Little Green Bag (1969) og árið eftir kom lagið Dear Ann sem komst upp í eitt af 10. efstu sæti hollenska vinsældalistans. Paloma Blanca (1975) varð svo fyrsta lag sveitarinnar sem hlaut heimsfrægð.
George Baker Selection skipar sér sess í hollenskri tónlistarmenningu og er eina hljómsveitin, utan Bítlanna, sem hafa komið þremur smáskífum í röð í toppsæti vinsældalistans hollenska.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Hans Bouwens (George Baker); gítar og söngur
- George Thé; gítar
- Jan Hop; trommur
- Jacques Greuter; hljómborð
- Martin Schoen; bassi.