Geldungur
Útlit
Geldungur er eyja eða sker sunann við Heimaey, norður af Súlnaskeri. Þetta var áður ein eyja og gat í gegnum hana með steinboga yfir en hann hrundi í jarðskjálfta 1896 og urðu eyjarnar þá tvær, Stóri Geldungur og Litli Geldungur.
Nokkur sker eru við Geldung og má þar nefna Hundasker, Þúfusker og Bládrangur, en hann hrundi í brimi um 1907 og eru aðeins leifar hans eftir. Gróður í Geldungi fór illa í Surtseyjargosinu. Þar verpir súla og fleiri sjófuglar.