Geimklósett
Geimklósett, eða þyngdarleysisklósett, er klósett sem notað er í þyngdarleysi og knúið er lofti, í stað vatns í venjulegu vatnssalerni.
Grunnstoðir geimklósetts
[breyta | breyta frumkóða]Geimklósett hefur fjóra meginhluta, saurvökva lofttómstúba, lofttómsrými, saurgeymsluskúffa og harðsaurs safnpoka. Saurvökva lofttómstúban er um meters löng plast- eða gúmmíslanga sem er fest við lofttómsrýmið. Sú slanga leiðir inn í viftu sem myndar sogkraft. Klósettið hefur tvær mismunandi slöngur, eina fyrir karl og aðra fyrir konu. Geimfarinn kastar af sér vatni í þar til gerða trekt á slöngunni, þar sem sú stærri er fyrir konu.
Saurgeymsluskúffan er þar sem úrgangurinn er geymdur. Þvagi er dælt inn í eina af þessum skúffum. Þeir frysta svo sýni af þvagi og saur og senda til jarðar til rannsóknar. Harðsaursafnpokinn er búinn til úr sérstöku efni sem meinar gasi eða vökva að komast út. Þegar geimfarinn hefur lokið við saurlát þá snýr hann/hún pokanum og setur í saurgeymsluskúffu.