Gaukar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gaukar
GaukurinnGuira guira
GaukurinnGuira guira
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gaukfuglar (Cuculiformes))
Ætt: Gaukaætt (Cuculidae)
Vigors, 1825
Tegundir

Um 26 tegundir.

Gaukar (fræðiheiti Cuculidae) eru fuglar sem þekktir eru fyrir að verpa í hreiður annarra og minni fugla og láta þá sjá um að klekja út egginu. Gauksunginn afétur svo hina ungana í hreiðrinu. Gaukar (gauksætt) teljast til ættbálks gaukfugla (Cuculiformes) en í þeim ættbálki eru tvær ættir dofrar og gaukar. Fuglar af undirættinni Cuculinæ verpa í hreiður annarra fugla en fuglar af undirættinni Phaenicophaeinae klekja út sjálfir og ala upp eigin unga. Gaukar eru meðalstórir grannvaxnir fuglar með langt stél. Tær gaukfugla eru þannig að tvær tær snúa fram og tvær aftur. Nefið er grannvaxið og örlítið bogið. Gaukar eru skordýraætur.

Þrjár tegundir gauka hafa sést á Íslandi. Algengastur er gaukur (Cuculus canorus) en regngaukur og spágaukur hafa sérst hér nokkrum sinnum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]