Gatineau

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gatineau.

Gatineau er borg í vestur-Quebec í Kanada. Borgin er gegnt Ottawa en Ottawa-fljót skilur að borgirnar. Íbúafjöldi borgarinnar er um 276.000 (2016). Gatineau fékk nafn sitt árið 2002 en þá sameinuðust 5 sveitarfélög:

  • Aylmer
  • Buckingham
  • Hull
  • Gatineau
  • Masson-Angers

Hull er elsti þéttbýlisstaðurinn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Gatineau“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. sept. 2019.