Garðar (Akranesi)
Útlit
Garðar eru fornt höfuðból á Akranesi. Bærinn er nefndur í Landnámu sem jörð Jörundar hins kristna, sonar Ketils Bresasonar sem kom til Íslands frá Írlandi. Staðurinn var kirkjustaður og prestsetur til 1896 þegar ný kirkja, Akraneskirkja, var vígð. Eftir það var búskapur á Görðum til 1936. Frá 1959 hefur þar verið byggðasafn Akraness. Safnið hefur stækkað, m.a. með komu kútter Sigurfara þangað 1974, og er nú kallað Byggðasafnið í Görðum Akranesi. Þar er nú byggðasafn, tveir sýningarsalir, nokkur 19. aldar hús og nokkuð svæði utandyra með bátum og nýlegri byggingum.