Gammur (svæði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gammur er olíuleitarsvæði í hafinu skammt norðan við Ísland þar sem Tjörnesbrotabeltið er. Svæðið dregur nafn sitt af gamminum sem er einn af landvættunum á sama hátt og hitt olíuleitarsvæðið við Ísland dregur nafn af dreka sem er einnig einn af landvættunum. Gammur er svæði frá Öxarfirði vesturfyrir Eyjafjarðarál, um 150 km löng spilda og um 50 km breið. Um þetta svæði kvíslast brotalamir jarðskorpuflekanna. Suðurjaðar þessa svæðis er markaður af miklu misgengi sem er framhald af Húsavíkurmisgenginu og gengur á milli Flateyjar á Skjálfanda og lands og vestur í suðurenda Eyjafjarðaráls. Jarðfræðilegar rannsóknir, endurkastsmæliknar og þyngdarmælingar sýna að þykk setlög hafa safnast í sigdæld sem er mest á svæðinu frá Skjálfanda og vestur í suðurenda Eyjafjarðaráls. Setlögin eru þykkust næst misgenginu og ná allt að 4 km þykkt undir Eyjarfjarðarál en þynnast eftir því sem norðar dregur. Mikil sigdæld er út Eyjafjarðarál og austan Tjörness í Öxarfirði er þriðja sigdældin en þar hafa endurkastsmælingar á landi sýnt að þar er allt að 1 km setlagaþykkt.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.