Gamli kastalinn í Stuttgart

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gamli kastalinn stendur við Schillerplatz í miðborginni
Gamli kastalinn að innanverðu

Gamli kastalinn í Stuttgart er frá 10. öld og er eitt elsta nústandandi mannvirki borgarinnar Stuttgart.

Elsti hluti kastalans er frá 950 og var reistur til verndar stóðgarða keisaranna þýska ríkisins. Á þeim tíma var stórt og mikið síki í kringum kastalann. Á 14. öld varð kastalinn aðsetur greifanna í Württemberg. Honum var svo breytt í glæsihöll í endurreisnarstíl 1553-1578 og þótt þá fegursti endurreisnarkastali ríkisins. Í kastalanum var kapella. Síkin í kringum kastalann voru fjarlægð á 18. öld. 1931 brann hluti kastalans, þar á meðal hringturnarnir. Áður en viðgerðum var lokið skall heimstyrjöldin síðari á og stórskemmdist kastalinn á ný í loftárásum. Kastalinn var gerður upp eftir stríð, en framkvæmdum var ekki lokið fyrr en 1971. Kastalinn er safn í dag. Undir kapellunni er grafhvelfing. Þar hvíla m.a. Karl I konungur Württembergs og eiginkona hans, Olga.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist