Gambas
Gambas er hlutbundið forritunarmál og þróunarumhverfi sem er afbrigði af forritunarmálinu BASIC. Það keyrir á Linux og öðrum stýrikerfum sem byggja á Unix. Heitið Gambas er einnig spænska orðið fyrir rækju en mynd af rækju er lógó fyrir þetta forritunarmál. GAMBAS er endurkvæm skammstöfun og stendur fyrir Gambas Almost Means BASic sem vísar til þess að forritunarmálið er afar líkt Basic. Gambas var þróað af frönskum forritara og fyrsta útgáfa þess kom út árið 1999. Gambas líkist mjög Visual Basic. Gambas er í forritasöfnum sem fylgja mörgum Linux útgáfum. Útgáfa fyrir Microsoft Windows getur keyrt undir Cygwin umhverfi og á Linux sýndarvél. Gambas frá útgáfu 3.2 getur keyrt á Raspberry Pi en er þá ekki þýtt í rauntíma.
Dæmi um forrit
[breyta | breyta frumkóða]Hello world forrit með GUI.
Public Sub Main()
Message("Hello World!")
End
Forrit sem reiknar 100-term margliðu 500000 sinnum og endurtekur það 10 sinnum (notað til prófana)
Private Sub Test(X As Float) As Float
Dim Mu As Float = 10.0
Dim Pu, Su As Float
Dim I, J, N As Integer
Dim aPoly As New Float[100]
N = 500000
For I = 0 To N - 1
For J = 0 To 99
Mu = (Mu + 2.0) / 2.0
aPoly[J] = Mu
Next
Su = 0.0
For J = 0 To 99
Su = X * Su + aPoly[J]
Next
Pu += Su
Next
Return Pu
End
Public Sub Main()
Dim I as Integer
For I = 1 To 10
Print Test(0.2)
Next
End
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Gambas Overview Geymt 24 maí 2015 í Wayback Machine
- Mark Alexander Bain (Apr 28, 2006) An Introduction to Gambas, Linux Journal, issue 146, June 2006 (in print)
- Mark Alexander Bain (Dec 3, 2004) Gambas speeds database development, Linux.com
- Mark Alexander Bain (Dec 12, 2007) Creating simple charts with Gambas 2.0, Linux.com
- Fabián Flores Vadell (Nov, 2010) How to Program with Gambas
- A Beginner's Guide to Gambas, Revised for Version 3 Geymt 12 nóvember 2020 í Wayback Machine , John Rittinghouse and Jon Nicholson
- How To Gambas 3 - Installing Gambas Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine, W.J.L. Raets
- How To Gambas 3 - Building GUI Applications Geymt 4 júlí 2015 í Wayback Machine, W.J.L. Raets
- Gambas Almost Means Basic
- Gambas Magazine - Linux Software Development with Gambas Geymt 19 desember 2014 í Wayback Machine