Gísli (ábóti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli nokkur var aðstoðarábóti og síðar ábóti í Viðeyjarklaustri frá 1528 og fram yfir 1530. Þess hefur verið getið til að hann sé sami maður og Gísli eða Þorgils Nikulásson, sem var prestur og prófastur í Holti í Önundarfirði upp úr 1530 og að minnsta kosti til 1536 og síðan prestur og prófastur í Kaldaðarnesi í Árnessýslu frá því um 1540.

Helgi Jónsson ábóti í Viðey hafði aðstoðarmann sem Gísli hét og stýrði sá klaustrinu eftir að Helgi dó um 1528 og er kallaður ábóti í Oddadómi 1528, þegar Ögmundur Pálsson biskup lét dæma sér veitingarvald yfir Oddastað, sem hafði verið erkibiskupslén. Gísli þessi mun hafa sagt af sér og ef þetta var Gísli Nikulásson hefur hann svo farið vestur í Önundarfjörð og orðið þar prestur. Eftirmaður Gísla í klaustrinu var Alexíus Pálsson, sem var vígður 1533.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.