Fara í innihald

Förufálki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Máluð mynd af förufálkum.
Útbreiðsla. Grænn: Varplendi. Gulur: sumarútbreiðsla. Blár: Veturseta.
Undirtegundir.
Förufálki með bráð.
Förufálki í Kaliforníu.
Höfuð.
Falco peregrinus
Falco peregrinus madens

Förufálki (Falco peregrinus) er útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Hann er algengastur á opnum svæðum svo sem steppum, kjarrlendi, graslendi og í klettum við strendur en verpir einnig til fjalla, í skóglendi sem ekki er alltof þétt og í mannabyggðum. Hann forðast raka og þétta skóga hitabeltisins og þurrar eyðimerkur.

Fuglar eru stærsti hluti fæðu förufálka en líka smá spendýr. Hann er feiknafimur og engin tegund nær sama flughraða en tölur upp í nær 400 km/klst hafa mælst í dýfum hans. Förufálkar verða venjulega kynþroska á öðru aldursári. Þeir verpa venjulega 2-6 eggjum en algengast er að eggin séu 3-4. Kvenfuglinn er stærri en karlinn og sinna báðir foreldrarnir uppeldi unga.

Fyrir utan manninn eru rauðrefur (Vulpes vulpes), jarfi (Gulo luscus) og uglur helstu óvinir förufálkans en þau geta rænt eggjum hans. Nyrst á útbreiðslusvæðinu eru þeir farfuglar eins og fara suður á bóginn í september/október en snúa aftur á sumarlendurnar í mars/apríl. Um miðja 20. öld stórfækkaði í stofninum vegna notkunar skordýraeiturs sem fálkinn innbyrti. Frá um 1970 hefur stofninn vænkast.

Förufálkar eru flækingar á Íslandi. [1]

  1. Getið þið sagt mér allt um förufálka? Vísindavefur. 7. desember, 2016.