Fáni Austur-Þýskalands
Fáni Þýska alþýðulýðveldisins (Austur-Þýskaland) var svart, rauð og gulröndóttur og með skjaldarmerki ríkisins í miðju. Fáninn var tekinn í notkun 1. október 1959[1] og var opinber fáni ríkisins þar til Austur- og Vestur-Þýskaland voru sameinuð 3. október 1990. Hlutföll fánans voru 3:5.
Þegar Þýska alþýðulýðveldið var stofnað 7. október 1949 tók það upp sama svart, rauð og gulröndótta fána og notaður hafði verið í Weimar-lýðveldinu.[2][3] Fánar þýsku ríkjanna tveggja, Austur- og Vestur-Þýskaland, voru því nákvæmlega eins í nokkur ár. Árið 1955 tók Austur-Þýskaland upp nýtt skjaldarmerki og árið 1959 var fánanum breytt á þann veg að skjaldarmerkið var sett í miðju fánans.[4] Í skjaldarmerkinu veru myndir af hamari, sirkli og kornaxi, tákn verkamanna, menntamanna og bænda.
Notkun austur-þýska fánans var bönnuð í Vestur-Þýskalandi.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gesetz zur Änderung des Gesetzes über das Staatswappen und die Staatsflagge der Deutschen Demokratischen Republik. Vom 1. Oktober 1959.
- ↑ Die Verfassung der Deutschen Demokratischen Republik. Vom 7. Oktober 1949. Paragraf 2: Die Farben der Deutschen Demokratischen Republik sind Schwarz-Rot-Gold.
- ↑ Gesetz über das Staatswappen und die Staatsflagge der Deutschen Demokratischen Republik. Vom 26. September 1955.
- ↑ sá athugasemd 1.