Fara í innihald

Fyrsta súran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta súran í handriti skrifuðu af Hattat Aziz Efendi
ٱلۡفَاتِحَةِ

Fyrsta súran, "Upphafið", eða á arabísku Al-Fatiha (الفاتحة), er inngangskafli Kóransins og dagleg bæn trúaðra múslima.

1.
بسم الله الرحمن الرحيم
Bismillah ar-rahmaan ar-rahím
Í nafni Guðs, Hins Náðuga, Hins Miskunnsama.
2.
الحمد لله رب العلمين
Al-hamdu lillahi rabb al-alamín.
Lofaður sé Guð, Drottinn allra heima,
3.
الرحمن الرحيم
Ar-rahmaan ar-rahím.
Hinn Náðugi, Hinn Miskunnsami,
4.
ملك يوم الدين
Ma[a]liki jaúm id-dín.
Konungur/meistari Dómsdags;
5.
اياك نعبد واياك نستعين
Íjjaaka naabúdú úa íjjaaka nastaín,
Við dýrkum þig og biðjum þig hjálpar.
6.
اهدنا الصرط المستقيم
Ihdina s-siraata l-mústakím.
Leið oss hina réttu leið,
7.
صرط الذين انعمت عليهم غير المغضوب عليهم ولا الضالين
Síraata l-laðína anamta alæhim ghaír al-maghdúbí alaíhim úa la d-daalín.
Leið þeirra sem þú hefur blessað og ekki þeirra sem villast af leið.

Þegar þessi súra er lesin sem dagleg bæn lýkur henni með "Amín" (Amen).