Fara í innihald

Fylliliður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fylliliður er hugtak í setningarfræði sem notað er um þá liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Fylliliður getur verið fallorð og stjórnar aðalorðið þá falli hans. Sama gildir um andlög sagna.

Orðið fylliliður er í setningafræði notað um það sem á ensku er kallað complement. Þetta hugtak er notað um þá liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Fylliliður getur verið fallorð og stjórnar aðalorðið þá falli hans. Sama gildir um andlög sagna. Atviksliðir og forsetningarliðir teljast oft fylliliðir ef þeir fylgja sögn. Dæmi um fylliliði:

Hugtak sem nær yfir liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Ef fylliliður er fallorð (Nl) stjórnar aðalorðið falli hans. Andlög sagna teljast fylliliðir þeirra og það gera líka aðrir liðir sem so. krefjast að fylgi þeim, t.d. Fl og Al. Fs. taka með sér fylliliði og stjórna falli á þeim og það geta lo. einnig gert og jafnvel no.

Hún spurði margs [NL er f. með sögn] Hún spurði um margt [Fl með so.] Hann er líkur Jóni [Nl með lo.] Hann er hræddur við hunda [Fl með lo.]


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Hann saknaði margs. (orðið ‚margs‘ er fylliliður hér mér sögninni ‚sakna‘)
  • Sigríður fór til kirkju. (orðið ‚kirkju‘ er fylliliður hér mér forsetningunni ‚til‘ sem stýrir falli á orðinu kirkja)

Frekara lesefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Höskuldur Þráinsson (1995). Málfræði. (blaðsíða 261-264)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.