Furulundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Furulundur er skógarlundur í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Hann er einn elsti gróðursetti trjálundur á Íslandi. Danskur maður, Carl Hartvig Ryder fékk styrk frá Danska landbúnaðarsambandinu til skógræktartilrauna á Íslandi og fékk hann skógfræðinga og garðyrkjufræðing til liðs við sig. Á árunum 1899 til 1906 voru gróðursettar ýmsar trjátegundir á Þingvöllum en lundurinn dregur nafn af fjallafurum sem þar eru.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Skógræktin - Furulundurinn á Þingvöllum Geymt 22 febrúar 2018 í Wayback Machine

Heimild[breyta | breyta frumkóða]