Frumkvöðlafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Frumkvöðlafræði er áfangi kenndur í framhaldsskólum landsins.[1] Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin viðskiptahugmynd. Að nemendur skilji aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri. Farið verður yfir grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta. Hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best.

Fyrirtækin taka þátt í fyrirtækjasmiðjunni sem er á vegum Ungir frumkvöðlar á Íslandi. Fyrirtækin eru hluti af keppni milli framhaldsskóla landsins um góðar viðskiptahugmyndir. Fyrirtækin selja síðan vörur sínar í verslunarmiðstöðinni Smáralind eina helgi í apríl.

Markmið áfangans er að nemendur vinna raunhæft verkefni yfir önnina, það er þau stofna og reka fyrirtæki. Nemendur læra að vinna saman sem hópur og gera sér grein fyrir mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, til dæmis starfsmannastjóra, framkvæmdastjóra og markaðsstjóra. Auk þess komast þau að því hversu mikilvægt það er að skipuleggja tímann sinn vel. Nemendurnir öðlast færni í mannlegum samskiptum ásamt því að taka tillit til hvors annars.Þar að auki öðlast þau leikni í að koma sér á framfæri í formi markaðssetningar (kynningar og auglýsingar) og í því að gera viðskiptaáætlun og markaðsáætlun.

Ef við tengjum fræðina við áfangann þá er frumkvöðull sá maður sem kemur auga á nýja möguleika í atvinnurekstri og hrindir þeim í framkvæmd. Frumkvöðlarnir stofna frumkvöðlafyrirtæki sem kallast að öðru nafni Sprotafyrirtæki. Samkvæmt Dr. Svanborgu R. Jónsdóttur og Dr. Rósu Gunnarsdóttur haldast nýsköpun og frumkvöðlamennt í hendur. Því hugmyndarvinna nýsköpunar er grundvöllur fyrir framtaki og frumkvæði. Síðan byggir frumkvöðlafræði upp athafnarsemi og frumkvæði.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [http://www.nyskopunartorg.is/frettir/item/i-hvadha-framhaldsskolum-er-frumkvoedhlafraedhi-kennd-a-thessari-oenn.html

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.