Viðskiptaáætlun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðskiptaáætlun er áætlun um það hvernig viðskiptahugmynd skal hrundið í framkvæmd. Hún er notuð til að skipuleggja og samræma þau verk sem vinna þarf og stundum einnig til að sannfæra fjárfesta um ágæti viðskiptahugmyndar.

Ef viðskiptaáætlun er ekki notuð til að samstilla alla þætti framtaks er líklegt að heildarsamræmi skorti. Viðskiptaáætlun hindrar að verkþættir dragist á langinn eða verkþáttum sé ekki sinnt. Þó viðskiptaáætlun sé nauðsynleg til að sýna fjárfestum hvað fyrirtækið, framtakið eða fjárfestingin á að áorka er það ekki aðalhlutverk hennar. Viðskiptaáætlun er aðallega teikningin eða lýsingin á öllu því sem gera þarf til að ná settu marki. Í viðskiptaáætlun felast ítarlegar upplýsingar um t.d. verkáætlanir, aðföng, skipulag, sbr. teikningar/uppdrætti, kostnað og væntanlegar tekjur.

Viðskiptaáætlun er einkar mikilvægt verkfæri fyrir upphafspersónu /ur sem leiðarvísir hvað skuli gera og hvert skuli stefna. Gæði viðskiptaráætlunar er hægt að meta út frá því hversu skýr, einföld og markviss áætlunin er og hversu sannfærandi hún er fyrir þeim sem eiga að setja pening eða taka þátt í að koma henni í framkvæmd með einum eða öðrum hætti.