Friðþæging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Friðþæging (2001) (e. Atonement) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn Ian McEwan og oft talin til hans bestu verka. Bókin komst inn á stutta lista Booker-verðlaunanna árið 2001, en McEwan hafði þegar unnið þau verðlaun einu sinni fyrir skáldsöguna Amsterdam.

Bókin var þýdd á íslensku af Rúnari Helga Vignissyni.