Fara í innihald

Friðþæging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðþæging (2001) (e. Atonement) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn Ian McEwan og oft talin til hans bestu verka. Bókin komst inn á stutta lista Booker-verðlaunanna árið 2001, en McEwan hafði þegar unnið þau verðlaun einu sinni fyrir skáldsöguna Amsterdam.

Bókin var þýdd á íslensku af Rúnari Helga Vignissyni.