Frans Jósefsland
Frans Jósefsland (rússneska: Земля́ Фра́нца-Ио́сифа, lestist sem Zemlja Frantsa-Íosífa) er rússneskur eyjaklasi í Norður-Íshafi og tilheyrir Arkangelsk-fylki. Hann samanstendur af 191 eyju og er rúmlega 16.000 ferkílómetrar að stærð. Stærsta eyjan er Eyja Georgs prins og hæsti punktur eyjanna er 670 metrar. Íbúar eru aðeins rússneskir hermenn.
Eyjarnar fundust í leiðangri norskra selaveiðimanna árið 1865 en fundurinn var aldrei tilkynntur. Stuttu síðar kannaði teymi frá Austurríki-Ungverjalandi eyjarnar árið 1872-1874 og tilkynnti fundinn. Eyjunum var gefið nafn eftir austuríska keisaranum Frans Jósef 1. (1830–1916). Sovétríkin tóku yfir eyjarnar árið 1926 og mótmæltu Norðmenn því.
85% eyjanna eru þaktar jökli. Þær hafa verið friðland frá árinu 1994 og þjóðgarður frá 2012.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Franz Josef Land“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. maí 2018.