Fara í innihald

Framandgerving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framandgerving (þýska: Verfremdungseffekt, enska: Distancing effect) er bókmenntahugtak sem er notað í leikritum. Framandgerving er lykilatriði í kenningum Brechts um epískt leikhús. Leikhúsið átti að mati Brechts ekki að stefna að innlifun eða kaþarsis, heldur þvert á móti. Það á að rífa hlutina úr sínu venjubundna samhengi og sýna þá í framandi ljósi þannig að persónurnar birtist sem þættir í sögulegum ferlum, sem afurð umhverfisins. Upplifun áhorfandans byggir því á skynsemi, en ekki tilfinningu.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]