Flutningaskip
Útlit
(Endurbeint frá Fraktskip)
Flutningaskip, fraktskip eða kaupskip er skip sem flytur farm, vörur og efni milli hafna. Mikill meirihluti alþjóðlegra flutninga fer fram með flutningaskipum sem sigla þúsundum saman um heimshöfin. Flutningaskip eru venjulega sérhönnuð til að gegna hlutverki sínu, með krana og annan útbúnað sem þarf til að flytja farminn til og ferma/afferma skipið við bryggju.
Til eru sérhæfðar tegundir flutningaskipa, eins og lausaflutningaskip (tankskip og risatankskip) og gámaskip.
Dæmi um sögulegar skipsgerðir sérhæfðar til að flytja farm eru knörr (9. öld), kuggur (12. öld) og flauta (16. öld).