Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna
Útlit
Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er þjóðhöfðingi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er kjörinn til fimm ára í senn af Sambandsráði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en þar sem hefð er fyrir því að furstinn í Abú Dabí fari með forsetaembættið er það í reynd arfgengt innan fjölskyldu emírsins af Abú Dabí. Aðeins þrír menn hafa gengt þessu embætti frá upphafi: Fyrstur var Zayed bin Sultan Al Nahyan en eftir lát hans árið 2004 tók elsti sonur hans, Khalifa bin Zayed Al Nahyan, við. Khalifa lést árið 2022.[1] Krónprinsinn Mohamed bin Zayed Al Nahyan tók við sem nýr forseti.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (13. maí 2022). „Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn“. Vísir. Sótt 13. maí 2022.
- ↑ Sveinn Ólafur Melsted (14. maí 2022). „Sheikh Mohamed tekur við af hálfbróður sínum“. RÚV. Sótt 14. maí 2022.