Formregla lögmætisreglunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Formregla lögmætisreglunnar er ein undirreglna lögmætisreglunnar er felur í sér að stjórnvaldsfyrirmæli, svo sem reglugerðir, megi ekki brjóta í bága við lög. Hið lagalega ósamræmi samkvæmt reglunni flokkast í tvennt: formlegt ósamræmi þegar stjórnvaldsfyrirmælin eru ekki á því formi eða sett með þeim hætti sem lög krefjast, og svo efnislegt ósamræmi þegar efni þeirra er í ósamræmi við efni laga.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.