Fara í innihald

Forgarður Helvítis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forgarður helvítis)

Forgarður Helvítis er íslensk grindcore-pönksveit sem var stofnuð árið 1991. Hljómsveitin hefur gefið út eina breiðskífu og nokkrar demó-upptökur. Efni frá Forgarðinum hefur komið út á fjölmörgum safn-plötum/-diskum/-spólum víðsvegar um heiminn.

Forgarður Helvítis var stofnuð árið 1991 af frændunum Vernharði og Sigurgrími. Innblásnir af grófustu framvarðasveitum rokksins á þessum tíma fengu þeir til liðs við sig frændur sína Magnús trommuleikara og Sigurð, Sigga Pönk, textasmið. Auk þess var Kári fenginn sem bassaleikari.

Fyrstu tónleikar Forgarðsins voru haldnir í kjallara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tónleikahald hefur löngum verið fastur en óreglulegur liður í starfsemi sveitarinnar en Sigurður Pönkari hefur í gegn um tíðina verið ötull skipuleggjari neðanjarðarrokktónleika. Þegar fram liðu stundir ílentist Kári bassaleikari erlendis svo fenginn var liðsauki í Magnúsi Pálssyni, sem reyndist einnig tilheyra frændgarði Garðverja.

  • Sigurður Harðarson - söngur (1991-)
  • Vernharður Reynir Sigurðsson - gítar (1991-)
  • Magnús Másson - trommur (1991-2001, 2003-)
  • Magnús Halldór Pálsson - bassi (1998-)
  • Ólafur Árni Másson - Gítar (2005-)

Fyrrverandi meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kári Örlygsson - bassi (1991-1998)
  • Sigurgrímur Jónsson - gítar (1991-2007), trommur (2001-2002)

Afleysingameðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kristján Einar Guðmundsson - trommur (2002)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Safnplötur

[breyta | breyta frumkóða]