Fara í innihald

Flotmælir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flotmælir
Flotmælir

Flotmælir eða flotvog er áhald notað til að mæla (hlutfallslega) eðlisþyngd vökva. Flotmælir er oftast lokaður glerhólkur, þyngdur í annan endann, og er með kvarða að innanverðu. Flotmælinum er komið á flot í vökvanum og síðan er lesið af kvarðanum þar sem hann nemur við yfirborð vökvans. Algeng mælieining við ölgerð er öksle (skrifað Öchsle eða Oechsle), sem er skilgreind sem hlutfallsleg eðlisþyngd lausnarinnar miðað við hreint vatn mínus einn margfaldað með 1000. Mælieiningin öksle er ekki SI-mælieining.