Flokkaspjall:Upplýsingavísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hélt að þetta héti upplýsingafræði (en ég hélt nú líka að til væri hugfræði - en hér eru nú í stað þess tveir flokkar vitsmunavísindi og hugspeki, svo ég skal ekki segja.--Akigka 21. okt. 2005 kl. 09:26 (UTC)

Hugfræði er stundum notað á sama hátt og vitsmunavísindi, þ.e. þýðing á cognitive science. Hugfræði er líka stundum notuð í skilningnum hugræn sálfræði. Hugspeki er svo þýðing á philosophy of mind (sem stundum er álitin undirgrein vitsmunavísinda). --Heiða María 21. okt. 2005 kl. 14:20 (UTC)
Auðvitað. Mín mistök. Ég gerði ráð fyrir að hugspeki væri þýðing á cognitive science. Cognitive science og cognitive psychology eru tvær greinar á ensku wikipediu. Spurning hvort það fyrri ætti ekki að vera vitsmunavísindi/hugfræði hér og hugræn sálfræði það síðara? Eða er hægt að segja að hugfræði sé almennara hugtak en bæði vitsmunavísindi og hugræn sálfræði? --Akigka 21. okt. 2005 kl. 14:28 (UTC)
Sé samt að hugfræði hefur verið notað (í HÍ) sem þýðing á cognitive psychology. Ef það er hefðbundið, þá er engin ástæða til að breyta því. --Akigka 21. okt. 2005 kl. 14:38 (UTC)
Ég hélt að hugfræði væri það sem þú kallar vitsmunavísindi og mér finnst það hæfa betur þar sem vitsmunavísindi rannska væntanlega meira en bara vitsmunina eina, eða hvað? Hugspeki er vissulega þýðing á philosophy of mind (sem ég tel undirgrein heimspekinnar þótt tengd sé öðrum greinum) en þýingin „heimspekileg sálarfræði“ hefur einnig verið notuð. Mér sýnist samt orðið „hugspeki“ vera að ná yfirhöndinni. --Cessator 21. október 2005 kl. 14:48 (UTC)
Ég á erfitt með að skilja þessa notkun á orðunum vísindi og fræði, þau eru jafnvel notuð stundum eins og það sé einhver stigsmunur á þeim (eins og jarðvísindi og jarðfræði, sem eru bókstaflega samheiti). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. okt. 2005 kl. 09:34 (UTC)
Það er enginn eðlismunur, held ég, fremur ólík hefð fyrir notkun. En upplýsingafræði er alla vega notað sýnist mér (af Google) yfir það sem heitir á ensku information science, sem fag innan verkfræði (NB: ekki Bókasafns- og upplýsingafræði). Býst við að hér gildi ákveðin hliðstæða við rökfræði og stærðfræði. --Akigka 21. okt. 2005 kl. 11:59 (UTC)
Ég held að það sé munur á geosciences og geology og að honum sé einmitt best lýst sem stigsmun. Geology er auðvitað jarðfræði en innan geosciences deilda rúmast einnig atmospheric og oceanic sciences og environmental studies, sem eru ekki beint hefðbundnar undirgreinar jarðfræðinnar (eins og t.d. jöklafræð og eldfjallafræði), þótt náskyldar séu. Í hverju felst hliðstæðan við rökfræðina? --Cessator 21. október 2005 kl. 14:31 (UTC)
Enn og aftur er ég að rugla saman tvennu: information science og information theory (Shannon o.fl). Það síðara er líklega betur þýtt sem upplýsingafræði... eða hvað? --Akigka 21. okt. 2005 kl. 14:38 (UTC)
Mér sýnist upplýsingafræði vera viðtekin þýðing á information science. --Cessator 21. október 2005 kl. 14:48 (UTC)
Ég kannst við þann mun í ensku, en mér þykir hann líka stórfurðulegur, science og -logy er bara nánast það sama á mismunandi tungumálum, eða hefur allavega verið notað sem slíkt (enda er bioscience og biology samheiti). Það sem ég á við er að munurinn á orðunum fræði og vísindi eru engin í daglegu tali, þess vegna finnst mér furðulegt að fara nota þau eins og það sé einhver stigsmunur á þeim. Það sem virðist vera vefjast fyrir þeim er að sagnfræðilega séð, þá skipti veðurfræði (þó reyndar veðurfræðingur sem umbylti jarðfræðinni á síðust öld) og annað jarðfræðinga ekki miklu máli, sem höfðu meiri áhuga á jarðlögum og steinum einum saman, svo er ekki fyrr en löngu síðar að menn fara að sjá í samhengi, hreyfingu flekana og innviði jarðar (innan við öld). Nafnið einfaldlega er afar misheppnað. Það hefði verið nær að kalla geology yfirgreinina á meðan eitthvað annað heiti væri fundið fyrir þau fræði sem snúast um jarðlög og steina (jarðlagafræði?). Vona að einhver skilji suðið í mér. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. okt. 2005 kl. 16:43 (UTC)
Ég skil þig. Já, sum nöfn eru óheppileg, en á móti kemur að alfræðirit á ekki að endurnefna greinar heldur lýsa þeim greinum sem eru til og kallast sínum (heppilegu eða óheppilegu) nöfnum; og á að lýsa fræðigreinunum eins og þær eru, en ekki eins og almenningur sem ekkert veit um þær upplifir nöfn þeirra. Ég vona að einhver skilji suðið í mér :) --Cessator 21. október 2005 kl. 17:18 (UTC)
Já, satt er það, ekki mínum verkahring að skipast í því, hinsvegar leyfi ég mér að efast (setti inn spurningu fyrr í dag á ensku), og ég hef aldrei heyrt þetta í íslensku svo ég ætla að efast enn meira um það. Ég man ekki að hafa séð það í einni einustu af kennslubókum mínum eitthvað í þessa átt, en þær eru aftur misjafnlega góðar. Alveg eins með upplýsingavísindi, ég hef aldrei heyrt þetta áður á íslensku. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. okt. 2005 kl. 01:28 (UTC)
Jájá, þetta á vitaskuld að heita upplýsingafræði (skv. mínum ofurreglum, sjá Wikipedia:Flokkastaðall :). Mér finnst fólk bara stundum nota þessar endingar eins og það sé einhver munur á þeim. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. okt. 2005 kl. 12:05 (UTC)