Flokkaspjall:Grænland

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er einhver sérstakur munur á flokkunum Sveitarfélög á Grænlandi og Byggðir á Grænlandi ? Má ekki sameina þetta? Almennt finnst mér mikið af rugli í gangi í flokkun á greinum og undirflokkum og fann lítið í íslensku hjálpinni um efnið. --Oliagust 15:22, 29 nóvember 2006 (UTC)

Ég held að byggð = þorp eða bær á meðan sveitarfélag = stjórnsýslueining sem getur haft eina eða fleiri byggð innan sinnan vébanda. --Bjarki 15:48, 29 nóvember 2006 (UTC)
Það er rétt skilið hjá Biekko, innan hvers sveitarfélags eru oftast fleiri byggðir (t.d. í fornri byggð norrænna Grænlendinga). Ég hef nú skrifað eða snúið flestum þessum pistlum um Grænland og hef í hyggju að bæta við fleiri byggðum allt eftir sem tími gefst. Þar að auki er verið að undirbúa gagngerar breytingar á sveitarstjórnarskipun á Grænlandi sem gert er ráð fyrir að taki gildi eftir ár eða svo. Því má gera ráð fyrir að sveitarstjórnarflokkurinn líti öðruvísi út þegar þar að kemur. Masae 18:35, 16 febrúar 2007 (UTC)

Breytingastríð[breyta frumkóða]

Það virðist vera eitthvað breytingastríð sem snýst um það hvort þessi flokkur eigi heima í flokknum Evrópulönd eða ekki. Ég fæ ekki séð að þessi flokkur sé hafður í þeim flokki neins staðar - eða er ég að misskilja eitthvað. Land getur verið hjálenda Evrópuríkis og haft mikil tengsl við Evrópu án þess að vera Evrópuland. Ég fæ því ekki séð að flokkun Grænlands með Evrópulöndum standist. Akigka (spjall) 11. mars 2023 kl. 12:02 (UTC)[svara]

Já, sammála.--Berserkur (spjall) 11. mars 2023 kl. 12:46 (UTC)[svara]
Það hvort flokkurinn sé til staðar annarstaðar brenglast vegna þess að þessi sami notandi hefur fjarlægt evrópuflokkinn á öðrum wikipedium. Í fyrstu breytingunni sem tók þetta til baka er guc.toolforge.org tengill sem sýnir þetta. Snævar (spjall) 11. mars 2023 kl. 12:50 (UTC)[svara]
Ég einmitt kíkti á breytingaskrána á nokkrum stöðum og gat ekki séð að þessu hefði verið nýlega breytt á t.d. da eða en. Akigka (spjall) 11. mars 2023 kl. 16:13 (UTC)[svara]