Flokkaspjall:Grænland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er einhver sérstakur munur á flokkunum Sveitarfélög á Grænlandi og Byggðir á Grænlandi ? Má ekki sameina þetta? Almennt finnst mér mikið af rugli í gangi í flokkun á greinum og undirflokkum og fann lítið í íslensku hjálpinni um efnið. --Oliagust 15:22, 29 nóvember 2006 (UTC)

Ég held að byggð = þorp eða bær á meðan sveitarfélag = stjórnsýslueining sem getur haft eina eða fleiri byggð innan sinnan vébanda. --Bjarki 15:48, 29 nóvember 2006 (UTC)
Það er rétt skilið hjá Biekko, innan hvers sveitarfélags eru oftast fleiri byggðir (t.d. í fornri byggð norrænna Grænlendinga). Ég hef nú skrifað eða snúið flestum þessum pistlum um Grænland og hef í hyggju að bæta við fleiri byggðum allt eftir sem tími gefst. Þar að auki er verið að undirbúa gagngerar breytingar á sveitarstjórnarskipun á Grænlandi sem gert er ráð fyrir að taki gildi eftir ár eða svo. Því má gera ráð fyrir að sveitarstjórnarflokkurinn líti öðruvísi út þegar þar að kemur. Masae 18:35, 16 febrúar 2007 (UTC)