Fara í innihald

Flámæli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Flámælgi)

Flámæli (líka kallað flámælgi, flámælska, og hljóðvilla) var framburðarbreyting sem varð útbreidd á fyrri hluta 20. aldar á Íslandi, sér í lagi á Vesturlandi og Suðurlandi.[1] Sérhljóðin i og u lækkuðu í framburði svo að vinur hljómaði eins og venör og skyr hljómaði eins og sker, á meðan sérhljóðin e og ö hækkuðu í framburði svo að spölur hljómaði eins og spulur og melur hljómaði eins og milur.[2]

Þessi framburðarbreyting þótti afar ljót og var kölluð hljóðvilla.[3] Hún var áberandi upp úr 1940 í máli fólks á Suðvesturlandi og Austfjörðum, en líka norður í Húnavatnssýslu.[1] Sérstök herferð var sett af stað um 1940–1960 í barnaskólum til að útrýma flámæli.[3] RÚV og Þjóðleikhúsið höfðu þá stefnu að hljóðvilla væri ekki viðhöfð.[4] Árið 1929 voru 42% barna í Reykjavík flámælt en árið 1960 var búið að útrýma flámæli meðal barna.[5]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
  2. „Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting" og hvernig er henni háttað í íslensku máli?“. Vísindavefurinn.
  3. 3,0 3,1 Skírnir. 2. tölublað 1999.
  4. „Flámæli bannað í Ríkisútvarpinu“.
  5. Menntamál, 2. tölublað, 1960.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.