Fjallvegafélagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjallvegafélagið var félag sem var stofnað 1831 fyrir forgöngu Bjarna Thorarensens. Markmiðið var að ryðja fjallvegi fyrir reiðgötur, hlaða vörður og byggja sæluhús. Hundrað vörður voru reistar á Holtavörðuheiði. Síðan var hafist handa við Vatnshjallaveg, á Grímstunguheiði, Sprengisandsleið og Kaldadalsleið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.