Fara í innihald

Fjaðurá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjaðurá
Map
Einkenni
UppsprettaGeirlandshraun
Hnit63°48′27″N 18°15′10″V / 63.8075°N 18.2528°V / 63.8075; -18.2528
breyta upplýsingum

Fjaðrá (einnig nefnd Fjarðará og stundum ranglega nefnd Fjaðurá) er á í Holtsdal í Vestur-Skaftafellssýslu, ekki ýkja langt frá Kirkjubæjarklaustri. Við ána er kennt gljúfur, Fjaðrárgljúfur, sem nýlega hefur orðið að vinsælu kjörlendi ljósmyndara. Fjaðurá rennur í Skaftá.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1909 segir:

Í sambandi hér við skal þess getið, að árspræna milli Holts og Heiðar á Síðu heitir Fjarðará. Hafa margir, og það vitrir menn, ráðið af því, að þangað hafi fjörður náð fyrrum. Hefði þá allt Landbrotið verið sjávarströnd. Þann fjörð hefði þá árburður fyllt, ef ekki eldhraun. Öðrum hefur þótt þetta óliklegt, og hafa þeir því snemma komið með þá tilgátu, að ársprænan héti raunar ekki »Fjarðará«, heldur »Fjaðurá«. En hvaða merkingu gæti það nafn haft? — Tíminn, sem engar sögur fara af hér að lútandi, er svo langur og hefur haft svo miklar breytingar í för með sér, að þar er ef til vill »fátt, sem fortaka má«. En ekkert er um það hægt að fullyrða.[1]

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948 birtist grein um Skaftafellssýslu og sagði þar meðal annars frá Holtsdal:

Milli bæjanna [Heiðar og Holts] er dalur og rennur þar á, sem ýmist er kölluð Fjarðará eða Fjaðurá. Líklega er seinna nafnið réttara, þótt hitt standi í Landnámu, því að hér er enginn fjörður nærri, er áin gæti dregið nafn af. Hún kemur fram úr háum gljúfrum. Eru þar slétt standbjörg til beggja handa, botninn sléttur og má ríða langan veg inn í gljúfrin og þykir mörgum tilkomumikið um að litast þar.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rannsókn í Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1909; Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1909
  2. Ferð um Skaftafellssýslu I; Lesbók Morgunblaðsins 1948
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.