Fara í innihald

Fjörudoppuætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjörudoppuætt
Tveir kuðungar fjörudoppu Littorina littorea
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Lindýr (Molluska)
Flokkur: Snigill (Gastropoda)
Yfirætt: Littorinoidea
Ætt: Littorinidae
Children, 1834[1]
Fjölbreytni
2 ferskvatnstegundir[2] og rúmlega 200 tegundir sæsnigla.

Fjörudoppuætt (fræðiheiti: Littorinidae) er ætt smárra snigla sem telur rúmlega 200 tegundir um allan heim.

Sniglarnir eru með trausta kuðunga, ýmist mynstraða eða ómynstraða. Mjög lága, ydda eða snubbótta hyrnu og stóran bumbulaga grunnvinding. Kuðungarnir hafa engan hala né nafla. Lokan er hornkennd með örmiðju kjarna. Innan hverrar tegundar getur kuðungurinn verið í mjög mismunandi litafbrigðum, einlitir eða röndóttir.

Þangdoppa (Littorina obtusata) er algeng tegund sæsnigla af fjörudoppuætt við Ísland.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Children J. G. (1834). Synopsis of the contents of the British Museum. ed. 28: 110.
  2. Strong E. E., Gargominy O., Ponder W. F. & Bouchet P. (2008). "Global Diversity of Gastropods (Gastropoda; Mollusca) in Freshwater". Hydrobiologia 595: 149-166. http://hdl.handle.net/10088/7390 doi:10.1007/s10750-007-9012-6.
  • Ingimar Óskarsson (1962). Skeldýrafána Íslands II, sæsniglar með skel.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.