Fara í innihald

Fjölgervi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölgervi er sá eiginleiki frumefna, eða efnasambanda þeirra, að geta verið til í tveimur eða fleirum mismunandi myndum. Fjölgervi kemur fram sökum mismunandi uppbyggingu efnatenginga frumefna eða efnasambanda af sömu gerð. Lýsir þetta sér yfirleitt í mismunandi kristallagerð þessara efna.

Alþekkt dæmi um fjölgervi frumefna eru sem dæmi fosfór (sem til er í mörgum litum, eins og til dæmis rauðum, gulum og fjólubláum), súrefni (O2 og O3), kolefni (grafít, demantur, knattkol, og fleiri) og brennisteinn.

Sökum þess að fjölgervi á eingöngu við um uppbyggingu efnatenginga milli efna skyldi ekki rugla því saman við efnisástand efna, eins og til dæmis vatn, sem til getur verið sem gufa, vatn og ís. Þessi efnisástönd eru ekki fjölgervingar, því að þau koma fram sökum breytinga í tengslum milli sameinda vatns frekar en efnistengingu vatnssameindanna sjálfra.