Storkuhamur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Storkuhamur (eða fast efni) er efnisástand efnis, sem að lýsir sér með mótstöðu við aflögun og breytingu á rúmmáli.

Á smásæjum kvarða hefur storkuhamur þessa eiginleika:

  • Frumeindirnar eða sameindirnar sem að efnið er búið til úr eru þjappaðar saman nálægt hverri annarri.
  • Þessi uppistöðuefni hafa fasta stöðu í rúmi miðað við hvort annað. Þetta útskýrir ósveigjanleika fastra efna.
    • Ef að nægum krafti er beitt, er hægt að brjóta annan hvoran af þessum eiginleikum, sem að veldur varanlegri aflögun.
  • Vegna þess að öll föst efni hafa varmaorku, sveiflast frumeindir þess. Á hinn bógin er þessi sveifla mjög smá og mjög hröð, og er því ekki merkjanleg undir venjulegum kringumstæðum.

Sú grein eðlisfræði sem að snýst um föst efni er kölluð storkufræði og er tegund af þéttefnisfræði.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]