Fjármálastjóri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjármálastjóri (e. chief financial officer, CFO) er sá sem ber ábyrgð á fjármálum fyrirtækja, svarar beint til forstjóra fyrirtækis eða til eigenda og sér um að halda jafnvægi á fjárfestingum og arðgreiðslum. Það er í hans höndum að taka ákvarðanir um hvernig á að ráðstafa fé fyrirtækja, að vega og meta áhættu í fjárfestingum, ráðstafa fjármunum og greiða arð. Markmið hans er í öllum tilvikum að hámarka virði fyrirækisins, hvort sem um er að ræða lítið sprotafyritæki, fyrirtæki í almannaeigu eða hlutafélag. Fjármálastjóri á að gera það sem er best fyrir hag eigenda, en það reynist stundum snúið að velja réttann einstakling í það starf vegna hagsmunaárekstra. Traust þarf að ríkja milli fjármálastjóra og eigenda til að tryggja það að ákvarðanir varðandi fjármál séu örugglega þær sem gagnist fyrirtækinu best.

Ákvarðanir fjármálastjóra[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi svið svara undir ábyrgð fjármálstjóra:

Ráðstöfun eigna fyrirtækisins[breyta | breyta frumkóða]

Þekking fjármálastjóra á fjárfestingum á að vera slík að hann geti vegið og metið áhættu við fjárfestingar og út frá því geta tekið bestu ákvarðanir um hvernig fjárfestingum skuli hagað með það að markmiði að þær skili hagnaði, hvort sem um er að ræða fjárfestingar í fyrirtækjum, fasteignum eða þekkingu.

Fjármögnun[breyta | breyta frumkóða]

Hvernig á að fjármagna rekstur, á að nota rekstrar og söluhagnað, auka hlutafé eða taka lán.

Stýring veltufjár[breyta | breyta frumkóða]

Ákvarðanir varðandi hversdagsleg málefni eins og hvenær á að innheimta sölur, borga reikninga, hvernig á að geyma lausafé og hversu mikið lausafé þarf að vera til staðar fyrir rekstrarkostnaði og launakostnaði. Einnig hvernig á að ráðstafa aukafjármunum.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Parrino; Kidwell (2012). Fundamentals of Corporate Finance, önnur útgáfa. John Wiley & Sons Inc.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.