Fimmhyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reglulegur fimmhyrningur hefur hornasummuna 540° og er hvert horn 540/5 = 108°
Reglulegur fimmstirningur

Fimmhyrningur er í rúmfræði lokað tvívítt svæði afmarkað af fimm línum. Ef öll innri horn hans eru jafnstór og allar hliðarlínur jafnlangar, kallast hann reglulegur fimmhyrningur og er þá hvert horn hans 108°.

Fimmstirningur er svo myndaður með að draga hornalínur inni í fimmhyrninginum, í reglulegum fimmstirningi verða þær 36° frá næstu línu.

Úr tólf reglulegum fimmhyrningum er hægt að smíða lokað þrívítt form.