Ferencvarosi TC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimavöllur Ferencváros TC

Ferencváros TC er ungverskt knattspyrnufélag sem stofnað var árið 1899. Félagið spilar heimaleiki sína á Ferencváros Stadion í Búdapest.

Rígar[breyta | breyta frumkóða]

Rígurinn við Újpest FC[breyta | breyta frumkóða]

Ferencvárosi TC á í langvinnum ríg við Újpest FC. Újpest sem er núna úthverfi í norður Búdapest varð ekki hluti af borginni fyrr en á fimmta áratug síðustu aldar. Rígur liðanna endurspeglar flókna og fjölþjóðlega sögu Búdapest. Í fyrsta lagi endurspeglar rígurinn andstæður borgar og dreyfibýlis. Stuðningsmenn Ferencvárosi líta á sig sem sönn borgarbörn á meðan stuðningsmenn Újpest gera mikið úr uppruna sínum úr dreifðari byggðum Ungverjalands. Í öðru lagi eru margir stuðningsmenn Ferencvárosi Ungverjar af þýskum uppruna meðan að stuðningsmenn Újpest eru líklegri til að vera ungverskir eða gyðingar þó vissulega séu ungverjar af þýskum uppruna líka þeirra á meðal. Á fimmta áratug síðustu aldar eftir að kommúnistar tóku völdin í Ungverjalandi varð Ferencvárosi lið stjórnarandstöðunnar, en Újpest var sett undir stjórn innanríkisráðuneytisins. Þess vegna litu aðdáendur Ferencvárosi á Újpest sem bandamann Sovétríkjanna. Jafnvel þó Sovétríkin séu hrunin og kommúnistaflokkur ekki lengur við völd í Ungverjalandi eymir ennþá af þessari óvild. Þegar þessi lið mætast er lögreglan í Búdapest með aukinn viðbúnað til að koma í veg fyrir ólæti á milli hörðustu stuðningsmanna félaganna. Lögreglan tekur meðal annars stjórnina á hluta neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar.  Tímabilið 2013-14 urðu ólætin sérstaklega slæm eftir nágrannaslaginn og þurfti lögreglan að beita táragasi til að dreifa aðdáendum Újpest á Szusza ferenc leikvanginum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ferencvárosi TC–Újpest FC rivalry“, Wikipedia (enska), 30. október 2023, sótt 24. nóvember 2023

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]