Fara í innihald

Ferðamálayfirvöld Katar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ferðamálayfirvöld Katar, sem heyrir undir ríkisstjórn Katar, er sá aðili sem ber ábyrgð á gerð og framkvæmd regla, reglugerða og laga sem tengjast þróun og kynningu ferðamála í Katar. Þetta ráðuneyti ber ábyrgð á ferðamannastöðum og gististöðum fyrir ferðamenn, og að stækka og auka við fjölbreytileika ferðamannaiðnaðar Katar, auk þess að byggja upp hlutverk ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu Katar og framtíðarvexti þess og félagslegri þróun.[1][2]

Vinna Ferðamálayfirvalda Katar er grundvölluð á Ferðamálastefnu Katar 2030,[3] gefin út í febrúar 2014, sem er áætlun fyrir framtíðarþróun iðnaðarins.[4]

Undanþágur frá vegabréfaáritun[breyta | breyta frumkóða]

Ríkisborgarar Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa (Barein, Kúveit,Óman, Sádi Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin) þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma til Katar.

Vegabréfaáritun fyrir gesti[breyta | breyta frumkóða]

Ríkisborgarar landanna 34 sem eru á listanum hér að neðan þurfa ekki vegabréfaáritun fyrir fram og geta fengið undanþágu frá vegabréfaáritun við komuna til Katar. Undanþágan gildir í 180 daga frá útgáfudagsetningu og veitir handhafa rétt til að eyða allt að 90 dögum í Katar, annað hvort í einni ferð eða mörgum ferðum.

1. Austurríki

2. Bahama-eyjar

3. Belgía

4. Búlgaría

5. Króatía

6. Kýpur

7. Tékkland

8. Danmörk

9. Eistland

10. Finnland

11. Frakkland

12. Þýskaland

13. Grikkland

14. Ungverjaland

15. Ísland

16. Ítalía

17. Lettland

18. Liechtenstein

19. Litháen

20. Lúxemborg

21. Malasía

22. Malta

23. Holland

24. Noregur

25. Pólland

26. Portúgal

27. Rúmenía

28. Seychelles-eyjar

29. Slóvakía

30. Slóvenía

31. Spánn

32. Svíþjóð

33. Sviss

34. Tyrkland

Ríkisborgarar landanna 46 sem eru á listanum hér að neðan þurfa ekki vegabréfaáritun fyrir fram og geta fengið undanþágu frá vegabréfaáritun við komuna til Katar. Undanþágan gildir í 180 daga frá útgáfudagsetningu og veitir handhafa rétt til að eyða allt að 90 dögum í Katar, annað hvort í einni ferð eða mörgum ferðum. Undanþáguna má framlengja 30 daga í viðbót.

1. Andorra

2. Argentína

3. Ástralía

4. Aserbaísjan

5. Belarús

6. Bólivía

7. Brasilía

8. Brúnei

9. Kanada

10. Chile

11. Kína

12. Colombia

13. Costa Rica

14. Kúba

15. Ekvador

16. Georgía

17. Gvæjana

18. Hong Kong

19. Indland

20. Indónesía

21. Írland

22. Japan

23. Kasakstan

24. Líbanon

25. Makedónía

26. Maldívur

27. Mexíkó

28. Moldóva

29. Mónakó

30. Nýja Sjáland

31. Panama

32. Paragvæ

33. Perú

34. Rússland

35. San Marínó

36. Singapúr

37. Suður Afríka

38. Suður Kórea

39. Súrínam

40. Tæland

41. Úkraína

42. Stóra Bretland

43. Bandaríkin

44. Úrugvæ

45. Páfagarður

46. Venesúela

Katar ferðamannavegabréfaáritanir[breyta | breyta frumkóða]

Gestir til Katar sem ferðast með hvaða flugfélagi sem er geta sótt um ferðamannavegabréfaáritun til Katar á netinu. Til að senda inn beiðni þurfa gestir að:

  • Fylla út eyðublað á netinu
  • Hlaða upp nauðsynlegum skjölum (þ.m.t. skönnun af vegabréfi og persónulegum ljósmyndum)
  • Gefa upplýsingar um flugbókun
  • Borga á netinu með gildu kreditkorti

Gestir sem ferðast til Katar með Qatar Airways, geta sótt um Ferðamannavegabréfaáritun til Katar, fyrir farþegann og alla samferðamenn á sömu bókun.

Katar vegabréfaáritun til gegnumferðar[breyta | breyta frumkóða]

Farþegar af öllum þjóðernum sem millilenda í Katar með Qatar Airways geta sótt um ókeypis 96 klukkutíma vegabréfaáritunar til gegnumferðar. Engu að síður eru vissir skilmálar sem eiga við, þess vegna er það einungis Innanríkisráðuneyti Katar sem hefur ákvörðunarrétt um útgáfu vegabréfaáritana.

Heimsóknarvegabréfaáritun fyrir ríkisborgara Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa[breyta | breyta frumkóða]

Ríkisborgarar Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa sem eru með stöður í samþykktum atvinnugreinum og samferðamenn þeirra geta fengið heimsóknarvegabréfaáritun fyrir ríkisborgarar Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa við komuna til Katar. Vegabréfaáritunin sem gildir í eitt skipti, má fá fyrir gjald upp á 100 QAR sem borga má með kreditkorti, gildir í 30 daga og má endurnýja í þrjá mánuði í viðbót. Gestir sem vilja nota þetta vegabréfaáritunarkerfi gætu verið beðnir um að sýna opinber skjöl sem sýna atvinnugrein þeirra við komuna til Katar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Qatar National Vision 2030“. Ministry of Development Planning and Statistics. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2017. Sótt 26. september 2017.
  2. „Qatar National Development Strategy 2011~2016“ (PDF). Ministry of Development Planning and Statistics. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. nóvember 2016. Sótt 26. september 2017.
  3. „Strategy 2030“. Qatar Tourism Authority. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 2018. Sótt 26. september 2017.
  4. The Report: Qatar 2015. Oxford Business Group. 2015. ISBN 1910068276.

Ytri hlekkir[breyta | breyta frumkóða]