Ferðalandfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ferðamenn við Níagarafossa.

Ferðalandfræði er fræðigreinin sem rannsakar ferðalög og ferðamennsku, sem iðnað og félagslegt og menningarlegt athæfi. Ferðalandfræði nær yfir vítt svið og tekur fyrir málefni líkt og umhverfisáhrif ferðamennsku, landfræði ferðamennsku og frístunda hagfræði, svarar hlutum sem koma að ferðamálaiðnaði og stjórnun, félagsfræði ferðamennsku og staðsetningar ferðamennsku.

Ferðalandfræði er sú grein vísinda sem fjallar um fræðin á ferðalögum og áhrif þeirra á staði.

Landfræði er mikilvægt fyrir fræðin á ferðamálum, vegna þess að ferðamennska er landfræðileg í eðli sínu. Ferðamennska á sér stað á stöðum og felur í sér hreyfingu og athafnir á milli staða. Ferðamennska er athöfn þar sem bæði einkenni staða og persónuleg sjálf-auðkenni myndast, í gegnum tengslin sem eru sköpuð meðal staða, landslags og fólks. Áþreifanleg landfræði útvegar grundvallar bakgrunn, þar sem ferðastaðir eru skapaðir og umhverfisáhrif er mikið áhyggjuefni sem þarf að hafa í huga þegar kemur að stjórnun á þróun ferðastaða.

Nálgunin á fræðunum er mismunandi og fer eftir mismunandi aðstæðum. Mikið af fræðiefni í ferðamálastjórnun er enn aðferðafræðilega meginlegt. Ferðamennska samanstendur af upprunastöðum ferðamannsins (eða sköpunarsvæði ferðamannsins), áfangastöðum ferðamannsins (eða birgðastað ferðamannsins) og sambandið (tengslin) á milli uppruna ferðamannsins og áfangastaðana. Þetta inniheldur samgönguleiðir, viðskiptatengls og hvata ferðamannsins.[1] Nýlegar þróanir í mannvistarlandfræði hafa orðið til í slíkum nálgunum eins og í menningarlandfræði, sem hugar meira að fræðilegum breytileika í nálgunum á ferðamálum, innifelur félagsfræði ferðamennsku, sem nær út fyrir ferðamennsku sem einangrað, óvenguleg athöfn og þegar litið er á hvernig ferðalög passa inní hversdagslíf og hvernig ferðamál er ekki bara neysla á stöðum heldur líka hvernig þau framleiða tilfinningu á stöðum á áfangastaðnum.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Franklin, A. og Crang, M. (2001). „The trouble with tourism and travel theory?“ í Tourist Studies 1 (5): bls. 5-22.
  2. Larsen, J., Urry, J. og Axhausen, K. (2006). Mobilities, Networks, Geographies Aldershot: Ashgate.